breyting á deiliskipulagi
Blesugróf 34
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 724
12. apríl, 2019
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Gests Ólafssonar dags. 26. nóvember 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 34 við Blesugróf. Í breytingunni felst að heimilt er að reisa tveggja hæða einbýlishús með aukaíbúð innan núverandi byggingarreits og með nýtingarhlutfalli 0,45, samkvæmt uppdr. Skipulags-, arkitekta-, og verkfræðistofunnar ehf. dags. 23. nóvember 2018. Tillagan var grenndarkynnt frá 25. febrúar 2019 til og með 4. apríl 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Húseigendur og hagsmunaaðilar í Blesugróf og Jöldugróf, undirskriftarlisti 32 aðilar, mótt. 28. mars 2019, Úti og inni arkitekta f.h. eigenda og íbúa Jöldugrófar 24 dags. 2. apríl 2019, íbúar í Bleikargróf, Blesugróf, jöldugróf og Stjörnugróf, undirskriftalisti 49 aðilar, dags. 2. apríl 2019 og Ingibjörg Lára Skúladóttir f.h. íbúa og eigenda Blesugrófar 16 dags. 3. apríl 2019.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.