Gluggabreyting
Vesturgata 67
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 767
27. mars, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Félagsbústaða dags. 23. mars 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi milli Seljavegar og Ánanaust vegna lóðarinnar nr. 67 við Vesturgötu. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lítillega til suðurs að garði, heimilt verði að byggja 4 hæðir í stað 2,5 hæðir, svalir mega ná 1,7 metra út fyrir byggingarreit að garði, götuhlið hússins skal taka tillit til aðliggjandi húsa eins og kostur er, lyftuhús má ná 0,8 metra upp fyrir hámarkskóta vegghæðar, lóð er stækkuð að framanverðu og þar heimilt að setja bílastæði fyrir hreyfihamlaða, sorpgerði og gróður, byggingarmagn eykst og fjöldi íbúða verður 6 ásamt sameiginlegum rýmum á jarðhæð, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta ehf. dags. 23. mars 2020.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100224 → skrá.is
Hnitnúmer: 10122137