Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. febrúar 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. janúar 2019 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta neyðarskýli fyrir heimilislausa vímuefnaneytendur, koma fyrir hvíldaraðstöðu á 2. hæð, nýrri pallalyftu milli hæða, svölum með hringstiga á norðurhlið og byggð köld geymsla á lóð nr. 1A við Grandagarð. Einnig er lagt fram bréf LEX lögmanna dags. 5. desember 2018 þar sem gerðar eru athugasemdir við fyrirhugaðan rekstur gistiskýlis að Grandagarði 1A. Erindinu var vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skrifstofu sviðstjóra dags. 22. febrúar 2019.
Stækkun: 12 ferm., 31,2 rúmm. Gjald kr. 11.200