(fsp) rekstur veitingastaðar
Laugavegur 67
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 723
5. apríl, 2019
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags. 22. mars 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0 vegna lóðarinnar nr. 67A við Laugaveg. Í breytingunni felst stækkun hússins um 1 metra til austurs og heimilt verði að gera 1,2 metra djúpar svalir á húsið til suðurs, samkvæmt uppdr. T.ark Arkitekta ehf. dags. 16. mars 2019. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. febrúar 2019 og svar byggingarfulltrúa dags. 6. mars 2019 um að ekki verði gerð krafa um að setja lyftu í húsið.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 67, 69 og Hverfisgötu 86A og 92.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101574 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017589