Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. ágúst 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi allra hæða þannig að í húsinu verða 3 íbúðir, eldri svalir verða fjarlægðar og gluggar færðir nær upprunalegri gerð, nýjar svalir gerðar, sagað niður úr gluggum fyrir svalahurðir auk þess sem ný vinnustofa verður byggð á baklóð þar sem áður var skúr á lóð nr. 55 við Bergþórugötu. Niðurrif: 19,9 ferm., 41,8 rúmm. Vinnustofa: 45,2 ferm., 115,3 rúmm. Heildarstækkun: 25,3 ferm., 72,8 rúmm. Erindinu fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. ágúst 2019, varmatapsútreikningar mótt. 19. ágúst 2019, yfirlit yfir breytingar mótt. 19. ágúst 2019. Gjald kr. 11.200