Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 23A við Friggjarbrunn. Í breytingunni felst að hluti lóðarinnar nr. 23 við Friggjarbrunn verður að borgarlandi og lóðirnar nr. 23-39 við Friggjarbrunn stækka. Fyrir lóðir nr. 23-31 og 33-39 er skilgreind kvöð á borgarlandi um aðkomu að lóðunum sem tryggir aðkomu að lóðunum frá Friggjarbrunni. Lóðin við Friggjarbrunn 23 stækkar að götunni og skilgreind er 2,5 m breið kvöð um gönguleið um lóðina næst götunni. Lóð nr. 41 við Friggjarbrunn verður óbreytt, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð dags. 22. október 2020.