Parhús
Urðarbrunnur 76-78
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 734
28. júní, 2019
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. júní 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. júní 2019 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða parhús með innbyggðum bílgeymslum úr krossnegldum timbureiningum, MHM, einangrað að utan og klætt lerki á lóð nr. 76-78 við Urðarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. júní 2019..
Erindi fylgir útreikningur á orkuramma dags. 27. maí 2019, evrópskt tæknisamþykki ETA-13/0799, vottorð v/gæðaeftirlits ISO 9001:2015, vottorð v/umhverfisstjórnunar ISO 14001:2015 og bréf hönnuðar ódagsett. Stærð, mhl. 01, A-rými: 178 ferm., 571,2 rúmm. B-rými: 9,8 ferm. Mhl. 02, A-rými: 177,8 ferm., 570,6 rúmm. B-rými: 9,8 ferm. Gjald kr. 11.200
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. júní 2019 samþykkt.

113 Reykjavík
Landnúmer: 211732 → skrá.is
Hnitnúmer: 10095712