Lögð fram umsókn Guðmundar Odds Víðissonar dags. 22. júlí 2019 ásamt greinargerð dags. 19. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar - Örfirisey vegna lóðarinnar nr. 41 við Fiskislóð. Í breytingunni felst að hækka nýtingarhlutfall í 1,0 ofanjarðar, bygging á lóðinni megi fara í 14 metra að hluta í stað 12 metra, koma fyrir bílgeymslu í kjallara og samræma bílastæðakröfur samkvæmt bíla- og hjólastæðastefnu í Reykjavík, samkvæmt tillögu
DAP ehf.
ódags. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 9. mars 2019.
Svar
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.