breyting á deiliskipulagi
Skarfagarðar 2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 746
4. október, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn DAP ehf. dags. 26. september 2019 ásamt bréfi dags. 25. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, Skarfabakka vegna lóðarinnar nr. 2 við Skarfagarða. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður að hluta á norðvestur horn reitsins. Nýtingarhlutfall jarðhæðar fer úr 0.5 í 0.56 og nýtingarhlutfall millipalla í 0.25, samkvæmt uppdrætti DAP dags. 25. september 2019. Einnig er lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 20. september 2019.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.

104 Reykjavík
Landnúmer: 210413 → skrá.is
Hnitnúmer: 10092673