breyting á deiliskipulagi
Urðarbrunnur 84-92
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 769
17. apríl, 2020
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 30. janúar 2020 ásamt greinargerð dags. 21. janúar 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 84-92 við Urðarbrunn. Í breytingunni felst að í stað fimm íbúða raðhús er heimilt að gera sex íbúða raðhús, endahús til vesturs (viðbót) er breytt í númer 92A, breidd byggingarreits hverrar íbúðar er mjókkaður úr 12 í 10 metra og breytast byggingarreitir samkvæmt því ásamt því að bílastæðum er fjölgað um tvö úr 10 í 12, samkvæmt uppdr. Mansard teiknistofu ehf. dags. 24. janúar 2020. Tillagan var grenndarkynnt frá 9. mars 2020 til og með 6. apríl 2020. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Samþykkt með vísan til a. liðar 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1020/2019.

113 Reykjavík
Landnúmer: 205799 → skrá.is
Hnitnúmer: 10095710