breyting á deiliskipulagi
Skarfagarðar 4
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 758
17. janúar, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. janúar 2019 var lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 4 við Skarfagarða. Í breytingunni felst að bætt er við nýjum byggingarreit suðaustan við núverandi byggingarreit, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 26. nóvember 2019. Einnig er lagt fram bréf Hampiðjunnar hf. til Faxaflóahafna sf. dags. 6. janúar 2017, bréf Faxaflóahafnar sf. til Hampiðjunnar hf. dags. 20. janúar 2017 og frumtillaga Arkís arkitekta ehf dags. 12. desember 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.