breyting á deiliskipulagi
Týsgata 6
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 839
1. október, 2021
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Skúla Rúnars Jónssonar dags. 12. september 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.0 vegna lóðar nr. 6 við Týsgötu. Í breytingunni felst að núverandi geymsla á lóð verður rifin og nýr byggingarreitur fyrir geymslur staðsettur í norðvestur horni lóðar. Heimilt verði að byggja einnar hæðar byggingu innan byggingarreits ásamt því að nýr byggingarreitur verður staðsettur við norðurhlið húss vegna stiga utanhúss sem veitir aðgengi upp á 2. hæð. Jafnframt verður heimilt að gera léttbyggðar svalir götumegin á 2. hæð (flóttaleið), samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 10. ágúst 2021. Einnig er lagður fram aðaluppdráttur dags. 6. júní 2021.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101735 → skrá.is
Hnitnúmer: 10024513