Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. maí 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. maí 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta, einnar hæðar viðbygginu við vesturhlið raðhúss nr. 45 (mhl. 04) á lóð nr. 39-45 við Frostaskjól, samkvæmt uppdr. Urban arkitekta ehf. dags. 30. mars 2020 síðast br. 29. apríl 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 30. mars 2020. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 24. apríl 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. apríl 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 27. apríl 2020. Stækkun vegna viðbyggingar er: 18,1 ferm., 48,9 rúmm. Gjald kr. 11.200
Svar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Frostaskjóli 47 og 55. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.