Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til að setja svalir á suðurhlið 1. og 2. hæðar á húsi nr. 76 á lóð nr. 76 við Njálsgötu. Stækkun er samtals: 14,4 ferm. svalir 0103 / 0203. Erindi fylgir yfirlit breytinga á uppdráttum sem samþykktir voru 9. mars 1999. Samþykki eigenda liggur fyrir á umsóknareyðublaði. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. maí 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. maí 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. maí 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. maí 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 31. maí 2021. Gjald kr. 12.100
Svar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 74 og 78. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.