Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. maí 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. maí 2021 þar sem sótt er um leyfi til að gera inndregnar svalir framan við kvist á austurhlið fjölbýlishúss á lóð nr. 98 við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir fundargerð húsfélags Grettisgötu 90-98 dags. 26. apríl 2021 og tölvupóstur frá Húsverndarstofu dags. 22. mars 2021. Gjald kr. 12.100.