Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. júlí 2020 var lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 8. júlí 2020 vegna hindrunar á reiðleið undir Esjuhlíðum á Kjalarnesi á jörðinni Krók (landnr. 125712) við lóðarmörk Grundarhverfis og Arnarhamarsskógar. Umhverfisstofnun óskar eftir upplýsingum um stöðu þessa máls og hvort umræddur reiðstígur sem er lokaður með girðingu á landi Króks sé skipulagður reiðstígur samkvæmt skipulagi Reykjavíkurborgar og hvort hann fer um forna þjóðleið Króks. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn byggingarfulltrúa dags. 11. september 2020.