Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. apríl 2021 var lögð fram fyrirspurn
GRÍMU ARKITEKTA ehf.
dags. 10. mars 2021 ásamt bréfi dags. 9. mars 2021 um breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjar-Bæjarháls vegna lóðar nr. 143 við Hraunbæ sem felst í að gerður er nýr byggingarreitur fyrir sorpskýli á lóð. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. maí 2021.