(fsp) viðbygging og svalir
Brekkustígur 3A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 790
25. september, 2020
Synjað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. september 2020 var lögð fram fyrirspurn Arndísar Kristjánsdóttur dags. 21.. ágúst 2020 um að gera viðbyggingu á einni hæð, 2,5 m út í bakgarð, aftan við húsið nr. 3A við Brekkustíg og gera svalir af 2. hæð ofan á viðbygginguna. Fáist samþykki lóðarhafa Brekkustígs 3 er óskað eftir að sorphirða verði í gegnum innkeyrslu Brekkustígs 3. Heildarstækkun breytinga væri 32 m2. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2020.
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. september 2020.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100332 → skrá.is
Hnitnúmer: 10007878