framkvæmdaleyfi
Borgartún og Snorrabraut
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 820
14. maí, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lagt fram erindi skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 12. maí 2021 um framkvæmdaleyfi vegna upphækkaðra ljósastýrðra gatnamóta Borgartúns og Snorrabrautar, gerð tengingar Bríetartúns við Snorrabraut og tengingu Bríetartúns að Borgartúni ásamt breytingum á tengingu Hverfisgötu 113 við Snorrabraut og gerð göngu- og hjólastíga. Einnig eru lagðar fram útboðsteikningar umhverfis- og skipulagssviðs dags. í janúar 2021 og útboðs- og verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. í febrúar 2021. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. mars 2021 og dags. 14. maí 2021.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags.14. maí 2021. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020.