Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. október 2020 var lögð fram umsókn Einars Ólafssonar dags. 7. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 10-16 við Rökkvatjörn. Í breytingunni felst að fækka einingum úr 4 einingum í 3 einingar og halda sama byggingarmagni og lóðarstærð, fækkun bílastæða um tvö á lóðinni úr 8 bílastæðum í 6 bílastæði, samkvæmt uppdr. Arkiteó ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til skipulags- og samgönguráðs. Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.