Lögð fram umsókn Ævars Rafns Björnssonar dags. 28. október 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 1 við Rökkvatjörn. Í breytingunni felst að bætt er við byggingarreit fyrir sorpgáma og leyfi fyrir innganga frá garði, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Traðar dags. 21. október 2020.
Svar
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.