Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. júní 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera breytingar og lóð ásamt því að breyta innra skipulagi og fjölga eignum um fjórar, gera tvær nýjar íbúðir í kjallara stigahúss nr. 66, mhl.01, og aðrar tvær í kjallara stigahúss nr. 68, mhl.02, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 66-68 við Kleppsveg. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júlí 2021.
Erindi fylgir minnisblað burðarvirkishönnuðar hjá VSÓ ráðgjöf, dags. 6. nóvember 2020 og lóðauppdrættir unnir af teiknistofunni Landslag dags. 26. apríl 2021 og yfirlit breytinga á A3 afriti af teikningum samþykktum 23. apríl 2002. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 11. desember 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 14. desember 2020. Gjald kr. 11.200