Breyta innra fyrirkomulagi
Skeljatangi 5
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 799
27. nóvember, 2020
Engar athugasemdir
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, færa eldhús og snyrtingar, innrétta vinnuherbergi í hluta bílskúrs, bæta við glugga á suðurhlið og til að byggja garðvegg framan við hús og pergólu framan við bílgeymslu einbýlishúss á lóð nr. 5 við Skeljatanga.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 17. nóvember 2020 og yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. 16. nóvember 2020. Gjald kr. 11.200
Svar

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið þar sem hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varði landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Veitt undanþága frá breytingu á deiliskipulagi með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

102 Reykjavík
Landnúmer: 106910 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016128