breytingu á deiliskipulagi
Krókháls 6 og Lyngháls 5
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 802
18. desember, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. desember 2020 var lögð fram umsókn Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 8. desember 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðanna nr. 6 við Krókháls og 5 við Lyngháls. Í breytingunni felst breyting á lóðamörkum þar sem laufskáli sem tilheyrir eigninni að Krókhálsi 6 stendur hluta til á lóðinni Lyngháls 5. Lóðin við Krókháls 6 mun stækka um 15.8 m2 og lóðin Lyngháls 5 minnka sem því nemur, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 17. desember 2020. Einnig er lögð fram skissa á byggingarleyfisuppdrætti og eignaskiptayfirlýsing dags. 3. desember 2020. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 8.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.

110 Reykjavík
Landnúmer: 111039 → skrá.is
Hnitnúmer: 10065630