Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. júlí 2021 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Einarssonar dags. 1. júlí 2021 um aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 6 við Síðumúla sem felst í að byggingarreitur er stækkaður til suðvesturs ásamt því að heimilaðar verði fjórar hæðir á öllum byggingarreitnum, samkvæmt tillögu Batterísins dags. 31. maí 2021. Jafnframt er óskað eftir að heimilað verði blönduð starfsemi á reitnum þ.e. verslun og þjónusta verði áfram á tveimur hæðum næst Síðumúla, en íbúðir fjær og á efri hæðum. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2021.