Tvíbýli
Lautarvegur 26
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 811
5. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. febrúar 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 23. febrúar 2021 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða tvíbýlishús með kjallara og bílskúr, einangrað og klætt að utan á lóð nr. 26 við Lautarveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2021.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 15. janúar 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. janúar 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 18. janúar 2021. Stærð, mhl. 01, A-rými: 307,1 ferm., 1.043 rúmm., B-rými: 28,8 ferm., 117,8 rúmm. Mhl. 02, A-rými: 34,4 ferm., 112,5 rúmm. Samtals: 370,3 ferm., 1.273,3 rúmm. Gjald kr. 11.200
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2021 samþykkt. Samþykkt að veita undanþágu frá breytingu á deiliskipulagi með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborga, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

103 Reykjavík
Landnúmer: 213575 → skrá.is
Hnitnúmer: 10097718