breyting á deiliskipulagi
Jöfursbás 9A, 9B, 9C og 9D
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 827
2. júlí, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Júlíusar Þórs Júlíussonar dags. 25. janúar 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness, áfanga 1, vegna lóðarinnar nr. 9 við Jöfursbás. Í breytingunni felst að svalir megi ganga 160 cm út fyrir byggingarlínu á götuhlið, fallið verði frá kröfu um aukna salarhæð á jarðhæðum, svalagangar að götum mega vera 50% að heildarlengd byggingarreits, leyfilegt verði að fækka bílastæðum með samkomulagi um deilibíla, stærðarviðmiðum íbúa breytt, aðalinngangur verður úr sameiginlegum miðgarði, heimilt verði að hafa opin stigahús ef brunahönnun leyfir og fallið verður frá kröfu um inndregna efstu hæð, samkvæmt uppdr. Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 3. febrúar 2021. Tillagan var auglýst frá 14. maí 2021 til og með 30. júní 2021. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

112 Reykjavík
Landnúmer: 228388 → skrá.is
Hnitnúmer: 10131061