Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. apríl 2021 var lögð fram fyrirspurn Yrki arkitekt ehf. f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 13. apríl 2021 ásamt bréfi dags. 13. apríl 2021 um nýjar utanáliggjandi flóttaleiðir að Sölvhólsgötu 4. Sem felst í að seta flóttastiga utan á húsið á tveimur stöðum, við vesturgafli hússins og aftast á austurhlið þess. Einnig er lagt fram bréf
Yrki arkitekta ehf.
dags. 20. apríl 2021 þar sem spurt er um aðra útfærslu á vesturgafli hússins, í stað flóttastiga á suðurhorni vesturgafls er útbúin stigi á norðurhorninu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 5. júlí 2021, Minjastofnunar Íslands dags. 5. júlí 2021 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. ágúst 2021.