Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. september 2022 var lögð fram fyrirspurn Stólpa ehf., dags. 15. september 2022, ásamt bréfi Trípólí arkitekta dags. 15. september 2022 um uppbyggingu á lóð nr. 9 við Drafnarstíg, samkvæmt tillögu Trípólí arkitekta dags 15. september 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. desember 2022.