Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. ágúst 2022 var lögð fram fyrirspurn Jóns Davíðs Ásgeirssonar arkitekts dags. 6. apríl 2022 um breytingu á deiliskipulagi Skúlagarðsreits vegna lóðarinnar nr. 157 við Laugaveg sem felst í fjölgun íbúða og hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar, samkvæmt uppdráttum JDA ehf. dags. 21. febrúar 2022. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. maí 2022. Fyrirspurn er lögð fram að nýju ásamt greinargerð Jóns Davíðs Ásgeirssonar arkitekts dags. 20. júlí 2022 og uppdráttum JDA ehf. dags. 20. júlí 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2022.