Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. ágúst 2021 var lögð fram umsókn Sigurðar Hallgrímssonar f.h. Félagsstofnunar stúdenta dags 1. júní 2021, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna lóðanna nr. 42, 44 og 46 við Lindargötu og lóðir nr. 10 og 12 við Vatnsstíg. Í breytingunni felst að heimilt verði að fjarlægja hús á lóð nr. 10 við Vatnsstíg og 44 við Lindargötu, breyta lóðarmörkum lóðanna nr. 12 og 12A við Vatnsstígs, sameina lóðina nr. 44 við Lindargötu 44 við lóðirnar nr. 40, 42 og 46 við Lindargötu, byggja nýtt þriggja hæða hús á lóð nr. 44 við Lindargötu, reisa tveggja hæða hús ásamt risi á lóðunum nr. 12 og 12A við Vatnsstig, fækka bílastæðum á lóð og gera sameiginlegt útisvæði fyrir stúdenta vestan við jarðhæð lóðar nr. 44 við Lindargötu, flytja núverandi byggingu frá lóð nr. 12 við Vatnsstig á nýja lóð nr. 10 við Vatnsstíg, samkvæmt uppdr. Arkþing/Nordic dags. 1. júní 2021. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.