Ýmsar breytingar
Suðurgata 35
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 832
13. ágúst, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. júlí 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera breytingar á garðvegg að Skothúsvegi til þess að koma fyrir sorptunnugeymslu, breyta útliti bílskúrshurðar mhl.02 og gera nýja svalahurð og svalir með aðgengi að garði við suðvesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 35 við Suðurgötu.
Erindi fylgir mæliblað 1.142.2 útgefið 31. janúar 1984 og yfirlit breytinga á skýringaruppdráttum Glámu Kím dags. 21. janúar 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 30. apríl 2021 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. apríl 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 3. maí 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 25. júní 2021 fylgir erindi, ásamt bréfi skipulagsfulltrúa dags. 29. júní 2021. Gjald kr. 12.100
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Suðurgötu 33 og 37 og Tjarnargötu 40 og 42.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100927 → skrá.is
Hnitnúmer: 10021971