Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. júní 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. júní 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, setja svalir með tröppum niður í garð á suðurhlið og útitröppur fjarlægðar á vesturhlið einbýlishúss á lóð nr. 36 við Garðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 25. ágúst 2021, umsögn Minjastofnunnar dags. 26. ágúst 2021 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. ágúst 2021.
Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 25. maí 2021, umsögn burðarvirkishönnuðar dags 20. maí 2021 og yfirlit breytinga. Gjald kr. 12.100