Svalir
Endurbætur á yfirborði frá Vesturgötu til Mýrargötu
Síðast Samþykkt að grenndarkynna á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 829
16. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf íbúaráðs Vesturbæjar dags. 18. júní 2021 vegna eftirfarandi bókunar ráðsins frá fundi sínum þann 16. júní 2021 vegna mögulegra endurbóta á yfirborði samhliða framkvæmdum Veitna frá Vesturgötu til Mýrargötu: Svæðið sem nú er búið að grafa upp býður uppá nýja möguleika, byggingaframkvæmdir eru fyrirhugaðar við báða endana (Bræðraborgarstígur 1 og Vesturbugt) og því væri tækifæri til að skoða svæðið í heild með tilliti til almenningssvæða, fá alla hagaðila að sama borði (Reykjavíkurborg, aðstandendur framkvæmdaraðila uppbyggingarreita og íbúa hverfisins.) Nú þegar farið er í þessar endurbætur, leggjum við til að framkvæmdir verði undirbúnar með endurhönnun á yfirborði með tilliti til Græna plansins, umferðaöryggis, aðgengis fyrir alla, hjólastíga og sjálfbærra hverfa. Í hverfið vantar til dæmis aðstöðu til úti líkamsræktar og frekari ræktunar. Hönnunar og samráðsferli þyrfti að fara í gang sem fyrst þannig að hönnun liggi fyrir þegar Veitur ganga frá framkvæmdunum. Við leggjum til að ráðinn verði landslagshönnuður og samráðsferla-hönnuður (þjónustuhönnuður?) til þess að vinna þetta með borginni og hagaðilum. Hér er möguleiki á að auðga græn svæði, gera samnýtt rými og bæta tengingar til framtíðar, og einnig að sýna þessu viðkvæma svæði ákveðna virðingu eftir að mikið hefur gengið á. Ólík svið innan Reykjavíkurborgar gætu komið að málinu, mannréttindaskrifstofa, borgarhönnun og deild opinna svæði. Við leggjum til að Reykjavíkurborg setji nú þegar í gang vinnuhóp til að kanna möguleikana og koma með uppástungur.
Svar

Vísað til meðferðar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

107 Reykjavík
Landnúmer: 106175 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017009