Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. nóvember 2022 var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, landupplýsingardeildar, dags. 17. nóvember 2022 um lóðabreytingu að Blikastaðavegi 10 og 25 sem felst í að lóðin að Blikastaðavegi 10 er stækkuð inn á lóð Blikastaðarvegar 25 ásamt því að lóðin Blikastaðarvegur er stækkuð sem því nemur inn á borgarland. Einnig er lagt fram breytingarblað dags. 2. maí 2022. Erindinu var vísað til meðferðar og er nú lagt fram að nýju.