Viðbygging
Sigtún 44
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 836
10. september, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. ágúst 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. ágúst 2021 þar sem sótt er um leyfi til að gera viðbyggingu á milli tengibyggingar og kúlu í Ásmundarsafni fyrir pallalyftu, á lóð nr. 44 við Sigtún. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. september 2021.
Erindi fylgir tölvupóstur frá Minjastofnun Íslands dags. 24. ágúst 2021. Stækkun vegna viðbyggingar er: 8,00 ferm., 32,3 rúmm. Gjald kr. 12.100
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. september 2021.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa