Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. september 2021 var lögð fram umsókn
Ístaks hf.
dags. 7. september 2021 ásamt bréfi ódags. um framkvæmdarleyfi fyrir efnistöku í Ytri-Tindastaðanámu á Kjalarnesi. Megintilgangur fyrir efnistökunni er uppbygging á Vesturlandsvegi, sem er verkefni í umsjón Vegagerðarinnar og heitir "Hringvegur um Kjalarnes". Einnig er lögð fram yfirlitsmynd. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2021. Lagt fram að nýju ásamt bréfi skipulagsfulltrúa dags. 16. nóvember 2021 þar sem framkvæmdaleyfi er afturkallað.