breyting á deiliskipulagi
Stefnisvogur 1 og 2 (reitir 1-2 og 1-6)
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 846
19. nóvember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2021 var lögð fram fyrirspurn Hjalta Brynjarssonar dags. 12. október 2021 ásamt bréfi dags. 11. október 2021 um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæðis 1 vegna lóðanna nr. 1 og 2 við Stefnisvog (reitir 1-2 og 1-6) sem felst að breyta bílgeymslu á lóð 1-6 þannig að hún verði á einni hæð í stað tveggja og um leið lagfæra bílageymslu á lóð 1-2, brjóta upp byggingamassa 1-6 í fleiri einingar og fjölga íbúðum lítillega á reit 1-6 til að ná niður meðalstærð þeirra, samkvæmt tillögu Arkþing - Nordic ehf. dags. 29. september 2021. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. nóvember 2021.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. nóvember 2021 samþykkt.