breyting á deiliskipulagi
Stefnisvogur 1 og 2 (reitir 1-2 og 1-6)
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 894
24. nóvember, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hjalta Brynjólfssonar, dags. 13. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar, svæðis 1, vegna lóðanna nr. 1 og 2 við Stefnisvog (reitir 1-2 og 1-6). Eftirfarandi breytingar eru gerðar á lóð 1-2: Byggingarmagn bílgeymslu neðanjarðar eykst (flyst til frá lóð 1-6) og lóð 1-2 leysir bílastæði innan eigin lóðar. Byggingarmagn B-rýmis eykst um 30 m2. Heildarbyggingarmagn lóðar eykst. Eftirfarandi breytingar eru gerðar á lóð 1-6: Fjórir húshlutar í stað þriggja ofan á bílageymslu og bundin byggingarlína íbúðarhúss ofan á bílgeymslu breytist samhliða. Byggingarreitur og skörð með dvalarsvæðum milli húshluta breytast/færast til. Íbúðum er fjölgað úr 51 íbúð í 60 íbúðir. Byggingarmagn bílgeymslu neðanjarðar minnkar (flyst til yfir á lóð 1-2) og lóð 1-6 leysir bílastæði innan eigin lóðar. Byggingarmagn neðanjarðar eykst. Heildarbyggingarmagn lóðar minnkar. Fjórar innkeyrslur í bílgeymslu í stað þriggja. Ofanvatnslausnir og svæði með gegndræpu yfirborði breytist í samræmi við breytingu á húshlutum, samkvæmt deiliskipulags- skýringaruppdr. Arkþing/Nordic ehf., ódags. Einnig er lagt fram bréf hönnuðar, dags. 7. júlí 2022 og skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð dags. 26. janúar 2018, síðast br. 5. apríl 2022. Tillagan var auglýst frá 5. október 2022 til og með 16. nóvember 2022. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.