Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hjalta Brynjólfssonar, dags. 13. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar, svæðis 1, vegna lóðanna nr. 1 og 2 við Stefnisvog (reitir 1-2 og 1-6). Eftirfarandi breytingar eru gerðar á lóð 1-2: Byggingarmagn bílgeymslu neðanjarðar eykst (flyst til frá lóð 1-6) og lóð 1-2 leysir bílastæði innan eigin lóðar. Byggingarmagn B-rýmis eykst um 30 m2. Heildarbyggingarmagn lóðar eykst. Eftirfarandi breytingar eru gerðar á lóð 1-6: Fjórir húshlutar í stað þriggja ofan á bílageymslu og bundin byggingarlína íbúðarhúss ofan á bílgeymslu breytist samhliða. Byggingarreitur og skörð með dvalarsvæðum milli húshluta breytast/færast til. Íbúðum er fjölgað úr 51 íbúð í 60 íbúðir. Byggingarmagn bílgeymslu neðanjarðar minnkar (flyst til yfir á lóð 1-2) og lóð 1-6 leysir bílastæði innan eigin lóðar. Byggingarmagn neðanjarðar eykst. Heildarbyggingarmagn lóðar minnkar. Fjórar innkeyrslur í bílgeymslu í stað þriggja. Ofanvatnslausnir og svæði með gegndræpu yfirborði breytist í samræmi við breytingu á húshlutum, samkvæmt deiliskipulags- skýringaruppdr. Arkþing/Nordic ehf., ódags. Einnig er lagt fram bréf hönnuðar, dags. 7. júlí 2022 og skilmálar fyrir húsbyggingar og mannvirki á lóð dags. 26. janúar 2018, síðast br. 5. apríl 2022. Tillagan var auglýst frá 5. október 2022 til og með 16. nóvember 2022. Engar athugasemdir bárust.