breyting á deiliskipulagi
Fornhagi 8
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 845
15. nóvember, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi við Neskirkju vegna Fornhaga 8 (Hagaborgar). Breytingin felst í því að skilgreina nýjan byggingarreit fyrir færanlegt leikskólahúsnæði í norðurhluta lóðarinnar og auka byggingarmagn á lóðinni um 400 m2, samkvæmt uppdrætti Trípólí arkitekta, dags. 26. október 2021.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hjarðarhaga 54-58 og 60-64 og Neshaga 1 og 3.

107 Reykjavík
Landnúmer: 106454 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010564