Hækka þak - tengigangur o.fl.
Heiðargerði 34
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 875
30. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. júní 2022 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak aðalbygginga um 70 cm, kvistir stækkaðir, komið fyrir tveimur þakgluggum og færa mæni lægra húss upp í efri, tengja núverandi bílskúr við aðalhúsið með tengigangi og nýju anddyri, bílskúr verði stofurými, við enda tengigangs til austurs verði innangengt í glerskála og gróðurhús, gluggi stækkaður í risi og komið fyrir nýjum glugga á fyrstu hæð norðurhliðar, eldstæði komið fyrir í stofu ásamt reykröri við vesturhlið og svalir á vesturhlið, jafnframt er stefna þakhalla bílskúrs breytt til norðvesturs á húsi á lóð nr. 34 við Heiðargerði. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrú dags. 30. júní 2022.
Svar

Samþykkt að veita undanþágu frá breytingu á deiliskipulagi með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborga, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júní 2022.

108 Reykjavík
Landnúmer: 107650 → skrá.is
Hnitnúmer: 10011713