nýtt deiliskipulag
Sörlaskjól og Faxaskjól
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 860
11. mars, 2022
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir göngu- og hjólastíg við Sörlaskjól og Faxaskjól. Í tillögunni felst aðskilið stígakerfi meðfram strandlengjunni og núverandi götukassa og skilgreindur er áningarstaður á gatnamótum Faxaskjól og Ægissíðu. Með framkvæmdinni er stígakerfi svæðisins styrkt til muna og umferðaröryggi bætt með fyrrnefndum aðskilnaði á göngu- og hjólastíg. Við tillögugerðina var tekið tillit til forskráningar á fornleifum og minjum innan skipulagssvæðisins. samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 25. nóvember 2021. Tillagan var auglýst frá 21. janúar 2022 til og með 4.mars 2022. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingu: Matthías Ásgeirsson dags. 14. janúar 2022, 28. febrúar 2022 og 3. mars 2022, Katrín Lilja dags. 5. febrúar 2022, Þórhallur Ólafsson dags. 7. febrúar 2022, Ragna Rögnvaldsdóttir dags. 10. febrúar 2022, Jón Ólafur Ísberg dags. 25. febrúar 2022, Sesselja Thorberg dags. 1. mars 2022, Oddný Yngvadóttir dags. 1. mars 2022, Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir dags. 28. febrúar 2022, Björn Már Jónsson dags. 1. mars 2022, Salvör Ísberg dags. 2. mars 2022, Alexía Björg Jóhannesdóttir dags. 2. mars 2022, Helga Erlendsdóttir og Sigurður Árnason dags. 3. mars 2022, Melkorka Gunnarsdóttir dags. 3. mars 2022, Svava María Þórðardóttir dags. 3. mars 2022, Kristín Bergsdóttir dags. 4. mars 2022, Hlín Bjarnadóttir f.h. íbúa Vesturbæjar (listi yfir 160 íbúa Vesturbæjar) dags. 4. mars 2022, Helgi Felixson dags. 4. mars 2022, Samúel Jón Samúelsson dags. 4. mars 2022, Inga R. Bachmann dags. 4. mars 2022 (2 póstar), Titti Johnson dags. 4. mars 2022 (2 póstar), Inga Rós Ingólfsdóttir og Hörður Áskelsson dags. 4. mars 2022, Árni Maríasson og Guðrún Oddsdóttir dags. 4. mars 2022, Ingibjörg Hilmarsdóttir dags. 4. mars 2022 og íbúaráð Vesturbæjar dags. 4. mars 2022. Að loknum athugasemdafresti barst athugasemd frá Gísla Erni og Nínu Dögg dags. 11. mars 2022. Einnig er lagt fram bréf íbúaráðs Vesturbæjar dags. 24. janúar 2022, umsögn Veitna dags. 1. mars 2022, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 3 mars 2022 og fornleifaskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla 218.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.