Lögð fram umsókn Davíðs Rúnars Bjarnasonar, dags. 19. september 2022, um breytingu á deiliskipulagi Borgahverfis E-H hluta vegna lóðarinnar nr. 14 við Tröllaborgir. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús, stækka íbúð á 1. hæð og setja svalir ofan á stækkunina, samkvæmt uppdr. Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 19. september 2022.