breyting á deiliskipulagi
Einarsnes 66B
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 875
30. júní, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2022 var lögð fram umsókn a2f arkitekta ehf. dags. 11. apríl 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Einarsness, ásamt síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 66B við Einarsnes. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir íbúðahús á 1. hæð minnkar og byggingarreitur á 2. hæð stækkar, fallið er frá kröfu um að draga 2. hæð inn, meiri þakhalli er leyfður á bílageymslu og byggingarmagn og nýtingahlutfall breytast, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. a2f arkitekta ehf. dags. 2. júní 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt samþykki hagsmunaaðila mótt. 9. júní 2022.
Svar

Lagðir fram uppfærðir uppdrættir, dags. 2. júní ásamt samþykki hagmunaaðila, mótt, 9. júní 2022. Erindið er samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin verður send í B-deild Stjórnartíðinda þegar greiðsla hefur verið innt af hendi.