Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. apríl 2022 þar sem sótt er um leyfi til breytinga á erindi BN058929, helstu breytingar eru, verslunarrými 0101 skipt upp í þrjú verslunarrými, blöndun íbúðagerða breytt með breytingum á innra skipulagi íbúða 0212 og 0213, þ.e. fækkun á eins og þriggja herbergja íbúðum um eina gerð hvor og tveggja herbergja íbúðum fjölgar um tvær, stækka inntaksklefa rafmagns í kjallara stækkar, breyting á innra skipulagi kjallara, efni og uppbygging svalahandriða breytist, texti er varðar brunavarnir breytist, fjölgað inngangshurðum á austurhlið húss, óskað heimildar á aðlögun gangstéttar vegna aðkomu sem stendur utan lóðar, jafnframt lagfærð tilvísun í rétt húsnúmer matshluta nr. 02 í húsi nr. 62 á lóð nr. 60 við Snorrabraut. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. apríl 2022.