Bráðabirgðahúsnæði - leikskóli
Dyngjuvegur 18
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 881
25. ágúst, 2022
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. ágúst 2022 þar sem sótt er um leyfi til að setja niður færanlegar kennslustofur, sex deilda leikskóla fyrir 100 börn á meðan unnið er að endurbótum núverandi mannvirkja á lóð, um er að ræða byggingu úr forsmíðuðum gámaeiningum á einni hæð með stjórnunarrými, sérkennslurými, móttökueldhúsi og stoðrýmum, staðsett á núverandi bílastæði sunnan við hús á lóð nr. 18 við Dyngjuveg.
Svar

Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 11. ágúst 2022.
Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Dyngjuvegi 16, Langholtsvegi 70 og Laugarásvegi 58, 60, 62, 64, 66, 70 og 75.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1551/2021.

104 Reykjavík
Landnúmer: 104902 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008484