Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. júlí 2022 var lögð fram fyrirspurn Kára Vals Hjörvarssonar dags. 12. júlí 2022 ásamt greinargerð ódags. um að breikka innkeyrslu á lóð nr. 38 við Langagerði. Einnig er lagðar fram ljósmyndir þar sem skissað er inn fyrirhuguð breikkun. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. ágúst 2022.