Á fundi skipulagsfulltrúa 2. maí 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. apríl 2014 þar sem sótt er um leyfi til að breyta fyrirkomulagi innanhúss á 1. - 3. hæð, færa til skilveggi, til að byggja búningsaðstöðu úr forsteyptum einingum og gera afgirt reiðhjólasvæði á baklóð við starfsmannainngang skrifstofuhúss á lóð nr. 2 við Ármúla. Einnig er lagður fram tölvupóstur Elínar Kjartansdóttur arkitekts dags. 6. maí 2014. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Meðfylgjandi er bréf arkitekts dags. 8. apríl 2014. Stærðir: 70,6 ferm., 240,7 rúmm. Gjald kr 9.500
Svar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Ármúla 4-6 og Háaleitisbraut 11-13