Að lokinni kynningu fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, dags. apríl 2017 á breytingu á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði. Um er að ræða uppfærslu vegna gildistöku breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir/ábendingar: Hverfisráð Laugardals, dags. 30 júní 2017, Íbúasamtök miðborgar, dags. 14. júlí 2017 og Gestur Ólafsson, dags. 28. júlí 2017. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulag á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. ágúst 2017 og er nú lagt fram að nýju.