breyting á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði
Aðalskipulag Reykjavíkur, veitinga- og gististaðir
Síðast Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 619
3. febrúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs, dags. nóvember 2016 á breytingu á aðalskipulagi vegna heimilda um veitinga- og gististaði. Um er að ræða uppfærslu vegna gildistöku breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007. Kynning stóð til og með 11. janúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir/ábendingar: Borðið ehf. , dags. 3. janúar 2017, Yrki arkitektar ehf. f.h. Lotus ehf., dags. 6. janúar 2017. Einnig er lögð fram bókun skipulagsnefndar Mosfellsbæjar frá 13. desember 2016 og umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 14. desember 2016.
Svar

Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur.